Quantcast
Channel: Snerpa.is - Allar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 306

Rof á ljósleiðara

$
0
0

kl. 13:52 í dag rofnaði ljósleiðari í landshring, líklega milli Múlastöðvar og Akraness. Bilunin tók niður eitt útlandasamband af þremur hjá Snerpu og eitt af samböndunum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur sýndi verulega auknar umferðartafir. Við höfum flutt álag af því sambandi svo notendur ættu ekki að vera varir við truflanir að svo stöddu en þó er möguleiki að notendur sem tengjast um kerfi Mílu verði fyrir áhrifum. Verið er að leita að biluninni og verða frekari upplýsingar settar hér inn eftir því sem þær berast. Umferðartími hefur aukist, þar sem samböndum er nú beint um varaleiðir.

Kl. 17:00 - Staðfest er að sæstrengur í Hvalfirði er rofinn. Verið er að vinna að viðgerð en ekki kominn tímarammi á gang hennar. Reikna má með einhverjum töfum eða truflunum á netsamböndum vegna þessa á næstu klukkustundum.

kl. 17:18 - Viðgerð er lokið.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 306