kl. 9:35 í morgun varð rof á samböndum hjá Símanum með þeim afleiðingum að við misstum samband við útlandagátt og nokkra viðskiptavini sem tengjast um net Símans. Sambönd eru nú á varaleið og verið er að leita skýringa.
kl. 9:49 Skv. tilkynningu frá Símanum virðist bilunin bundin við Vestfirði og hefur áhrif á netsambönd og farsíma hjá Símanum.
kl. 10:20 Öll sambönd virðast vera komin í lag.
Kl. 10:27 Bilunin kom aftur inn og virðist víðtækari. Útlandasambönd Snerpu eru því enn á varaleið.
kl. 12:13 Míla hefur tilkynnt að varaleið um Ísafjarðar sé komin í gagnið og virðist sem notendur sem tengjast um net Símans seu komir í samband á ný. Útlandagátt Símans er þó enn stopul og er því enn notast við varaleiðir Snerpu um Tæknigarð í Reykjavík.
kl. 13:22 Notendur sem tengjast um net Símans eru enn í óstöðugu sambandi og virðist sem varaleið Símans um Ísafjarðardjúp sé að falla út eða yfirlestuð. Símasambönd (hjá Símanum) eru óvirk.
kl. 14:40 Aðalleið er enn biluð og stendur greining á henni enn yfir. Varaleið Símans um Ísafjarðardjúp er orðin virk en annar illa því álagi sem er og þess vegna eru sum minni sambönd enn niðri, aðalllega heimilistengingar um net Símans og Mílu. Þau verða virkjuð jafnskjótt og komist hefur verið fyrir bilun. Hægt er að ná símasambandi við Snerpu í síma 8404000.
kl. 16:14 BIlun er yfirstaðin og fjarskiptaþjónusta Símans komin í eðlilegan rekstur.