Quantcast
Channel: Snerpa.is - Allar fréttir
Viewing all 306 articles
Browse latest View live

Truflanir á Suðureyri

$
0
0

Vegna rafmagnsleysis á Suðureyri geta notendur fundið fyrir truflunum á neti og sjónvarpsútsendingu.

 

Uppfært 12:05: Rafmagn er aftur komið á og ættu allir notendur að vera komnir með samband aftur


Bilun í ljósleiðarasambandi Mílu

$
0
0

Upp kom bilun í ljósleiðara milli Bíldudals og Ísafjarðar og hefur hún áhrif á sjónvarpsþjónustu.

Unnið er að viðgerð

14:47 Enn er ekki búið að staðsetja bilun í ljósleiðara. 
15:10 Bilun í Nato streng milli Krossholts og Búðardals, líklega strengslit en unnið er að bilanagreiningu. Varasambönd eru að komast í gagnið.
15:30 Viðgerð lokið

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum, sem þetta kann að valda.

Snerpa í Blábankann

$
0
0

Snerpa hefur opnað starfsstöð í Blábankanum á Þingeyri sem verður opin einn dag í viku en Hafsteinn Már Andersen, starfsmaður þjónustudeildar Snerpu, mun hafa viðveru í Blábankanum alla mánudaga kl. 8-12 og 13-17.

Hægt verður að leita til hans varðandi nettengingar, tölvuþjónustu og ráðgjöf.

Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu áramóta en þá verður framhaldið metið með tilliti til undirtekta. Með þessu er Snerpa að leitast við að auka þjónustustig sitt þar sem hvað lengst er í þjónustuna og jafnframt að nýta þá aðstöðu sem felst í rekstri Blábankans.

 

Bilun í ljósleiðara milli Þingeyrar og Ísafjarðar

$
0
0

Upp hefur komið bilun í ljósleiðara Mílu á milli Þingeyrar og Ísafjarðar. Talið að hann sé rofinn í Breiðadal. Þetta hefur áhrif á sjónvarpsþjónustu Vodafone og samband Snerpu á Þingeyri. Umferð Snerpu til Reykjavíkur fer um varaleið en bilunin getur valdið töfum, sérstaklega á innanlandssamböndum þar til viðgerð er lokið. Viðgerð lauk kl 02:15.

Sjónvarp Símans í boði á ljósleiðara Snerpu

$
0
0

Síminn hleypti af stað á dögunum þjónustu sinni Sjónvarp Símans óháð neti og er því Sjónvarp Símans loksins í boði yfir Smartnet og ljósleiðara Snerpu. Þar með er hægt að nálgast allt íslenskt efni og ýmist erlent efni yfir nettengingar Snerpu.

Sjónvarp Símans óháð neti kostar 7.900 kr á mánuði og inniheldur eftirfarandi:

  • 4K/UHD myndlykill
  • Sjónvarp Símans Premium
    48 klst tímaflakk, ólínulega dagskrá Sjónvarp Símans rásarinnar,  yfir 7.500 klukkustundir af nýju og klassísku sjónvarpsefni frá stærstu framleiðendum heims.
  • Sjónvarp Símans Appið
    Sjónvarpsstöðvar og annað sjónvarpsefni í allt að 5 snjalltækjum.
  • 10 erlendar stöðvar
    DR1, SVT1, NRK1, SkyNews, Boomerang, National Geographic, H2, BBC Brit, Food Network og JimJam.
  • Innlendar stöðvar
    Allar opnar innlendar stöðvar og möguleiki á Stöð 2.

Hægt er að nálgast myndlykla hjá Særaf á Ísafirði eða panta á netinu hér. Ekki þarf að skipta um net því eins og er gefið til kynna þá er þetta sjónvarpsþjónusta óháð neti. 

Þá er sjónvarpsflóran orðin fjölbreytileg eins og sjá má:

 

Nokkur hagnýt atriði

Tengja myndlykil við nettengingu

Hægt er að tengja myndlykilinn þráðlaust en gæta þarf að þráðlausa tengingin ráði við það gagnamagn sem myndlykillinn krefst. Við mælum alltaf með að tengja með netsnúru og er þá tengt í port 1 eða 2 á beini.

Aðstoð við vandamál á myndlykli

Síminn sér um að þjónusta myndlykla, áskriftaþjónustu og annað sem viðkemur þjónustunni. Hafa ber í huga að þar sem þessi þjónusta hefur ekki forgang á aðra netnotkun, getur mikil netnotkun samhliða áhorfi haft truflandi áhrif á sjónvarpsþjónustuna.

Íslenskt eða erlent niðurhal?

Í flestum tilfellum er íslensk sjónvarpsþjónusta talin sem innlent niðurhal en ekki er alltaf hægt að treysta því 100%. Þjónustan gæti verið hýst erlendis, eða aðrir hlutir haft áhrif eins og að nota aðra DNS nafnaþjóna eða VPN þjónustu.

 

Sæstrengur lagður yfir Dýrafjörð

$
0
0

Nú er í gangi vinna við að leggja út sæstreng yfir Dýrafjörð. Djúptækni annast útlagninguna en í næstu viku verður unnið við að hagræða strengnum og ganga frá landtökum og er þá hægt að byrja á tengivinnu. Styttist þá í að þjónusta í Mýrahreppi komist á. Hér má sjá nokkrar myndir frá vinnunni ásamt Facebook færslu frá Fjarðarneti.

 

Snerpa kaupir verslunarhúsnæðið í Mjallargötu 1

$
0
0

Á dögunum var undirritaður kaupsamningur um kaup Snerpu á verslunarhúsnæðinu í Mjallargötu 1, þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa. Um er að ræða rúmlega 580 fermetra sem eru óinnréttaðir og mun taka nokkra mánuði að flytja starfsemi Snerpu að fullu yfir. Núverandi húsnæði að Mánagötu 6, sem er tæplega 400 fermetrar, verður sett á sölu.

Starfssemi Snerpu hefur vaxið mikið á undanförnu og því má helst þakka góðum viðtökum á ljósleiðaranum sem hefur nú þegar verið lagður í rúmlega 300 eignir í Ísafjarðarbæ og er heildarlengd hans orðin rúmlega 60 km. Fyrir slíka starfssemi þarf talsvert pláss fyrir kefli og vélar sem því fylgja og hentar núverandi húsnæði ekki vel undir slíkt.

Einnig mun nýja húsnæðið bjóða upp á betri sýnileika á verslun og mun því vera tekið til skoðunar aukið vöruúrval og breyttir opnunartímar í verslun.

En eins og er þá eru allar breytingar á hönnunarstigi og óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér og ekkert nema spenna hér á bæ fyrir komandi flutningum.

Svindlpóstur: Fiskað eftir lykilorðum.

$
0
0

Í dag hefur sumum notendum Snerpu borist svindlpóstur á bjagaðri íslensku þar sem viðkomandi notandi er hvattur til að fara inn á ákveðna vefsíðu og skrá sig þar inn með netfangi sínu og lykilorðið til að hægt sé að uppfæra netfangið hans. Hér er á ferðinni tilraun til að komast yfir lykilorð viðkomandi og mælumst við til þess að póstinum sé eytt. Svindlsíðan sjálf var tilkynnt til viðkomandi hýsingarfyrirtækis og hefur það nú lokað henni.

Við viljum minna notendur á að sýna ávallt fyllstu varkárni þegar óskað er eftir notendaupplýsingum í tölvupósti.


Ný vefmyndavél á Höfða

$
0
0

Við höfum nú skipt um vefmyndavélina á Höfða í Dýrafirði. Sú gamla hélt illa fókus og við notuðum tækifærið um leið og við tengdum ljósleiðara á bæinn til að skipta um vél. Vefmyndavélarnar eru mikið sóttar og við fáum oft skemmtilega pósta utan úr heimi þar sem dáðst er að landslaginu okkar. Enda alveg einstakt.

https://www.snerpa.is/allt_hitt/vefmyndavelar/Dyrafjordur_-_Hofdi/

Varúð - ekki mæta í skýrslutöku!

Ljósleiðaraslit í Fjarðarstræti

$
0
0

Verktaki sem var að vinna við gröft við Fjarðarstræti sleit í sundur ljósleiðara um kl 11:30 í dag. Slitið hefur áhrif á netnotendur í Fjarðarstræti, Austurveg, Sundstræti, Tangagötu og Grundargötu.

Uppfært 11:45: Unnið er að viðgerð.

Uppfært 12:00: Þar sem um stofnstreng er að ræða að þá má búast við að viðgerðir verði að minnsta kosti fram á kvöld.

Uppfært 20:45: Notendur eru byrjaðir að detta inn og ættu flestir að detta inn á næsta klukkutímanum.

Uppfært 23:20: Öll sambönd komin in kl 22:40

Færsla á búnaði á Bíldudal

$
0
0

Vegna færslu búnaðar verður rof á xDSL þjónustu hjá notendum á Bíldudal miðvikudaginn 31. október á tímabilinu 13:00
- 15:00.

Rofið gæti varað í allt að 20 mínútur.

Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem af þessu kann að stafa.

kv, Snerpa.

Uppfært 31.10.2018 kl 11:24 - Þessi vinna frestast fram til föstudags 2 nóv, vegna óviðráðanlegra orsaka.

Uppfært 01.11.2018 kl 9:00 - Vegna færðar og veðurspár verður þessi vinna framkvæmd í dag 1. nóv, á tímabilinu 14:00- 16:00.

Verðskrárbreytingar

$
0
0

Frá og með 1. desember hækkar leigugjald á beinum (e. router) upp í 800 kr með vsk. Einnig hækkar útseldur taxti starfsmanna en þá hækkun má rekja til hækkunar á launatengdum kostnaði.

Truflanir á HD rás RÚV á sjónvarpi Vodafone

$
0
0

Truflanir hafa verið á HD rás RÚV á Sjónvarpi Vodafone undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone er þetta bundið í fæðingu þeirra á rásinni vestur og eru tæknimenn þeirra að vinna í að finna út hvað veldur, en erfiðlega hefur gengið að rekja hvað veldur trufluninni.

Í millitíðinni bendum við á að SD rás Rúv er virk á rás 501 á myndlyklinum og hægt er að ná HD rásinni á loftneti.

Færsla á búnaði á Urðavegi

$
0
0

Rof verður hjá ljósleiðaranotendum á Urðavegi mánudaginn 12. nóvember á milli kl 14:00 og 16:00 vegna færslu á búnaði.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum, sem þetta kann að valda.


Færsla á búnaði á Urðarvegi

$
0
0

Rof verður hjá ljósleiðaranotendum á Urðarvegi mánudaginn 12. nóvember á milli kl 14:00 og 16:00 vegna færslu á búnaði.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum, sem þetta kann að valda.

Ný vefmyndavél á Sundahöfn

$
0
0

Sett hefur verið upp ný vefmyndavél á Sundahöfn. Myndavélin er kostuð af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar en Snerpa sér um útsendinguna. Myndavélina má skoða hér.

Opnunartími Snerpu yfir hátíðirnar

$
0
0

Opnunartími Snerpu yfir hátíðirnar er sem hér segir:

Föstudagur 21. des - Opið til kl 17:00
Laugardagur 22. Des - Lokað
Sunnudagur 23. des - Lokað
Mánudagur 24. des - Lokað
Þriðjudagur 25. des - Lokað
Miðvikudagur 26. des - Lokað
Fimmtudagur 27. des - Opið til kl 17:00
Föstudagur 28. des - Opið til kl 17:00
Laugardagur 29. des - Lokað
Sunnudagur 30. des - Lokað
Mánudagur 31. des - Lokað
Þriðjudagur 1. jan - Lokað
Miðvikudagur 2. jan - Lokað
Fimmtudagur 3. jan - Opið til kl 17:00

Tilboð á inntaksgjaldi ljósleiðara

$
0
0

Starfsmenn ljósleiðaradeildar Snerpu hafa staðið í ströngu og sl. sumar og á óvenjumildu hausti tókst að leggja ljósleiðararör til fjölda heimila, aðallega í efri bænum á Ísafirði. Fyrir utan nýjar stofnlagnir þá voru lagðir rúmir 4 km af heimtaugarörum og á enn eftir að blása streng í nokkurn hluta þeirra sem verður gert í vetur. Nú eru t.d. 167 hús, þar sem komið er inn ýmist rör eða strengur en enn er ólokið við að tengja húskassa og mun sú vinna líkega taka fram að páskum, jafnvel lengur.

Að auki stöndum við síðan í flutningum í nýtt húsnæði með tilheyrandi færslum á tengingum þannig að það verður annasamt framundan hjá okkur á næstunni. Á árinu verður fyrirtækið 25 ára og m.a. af því tilefni ætlum við að bjóða öllum heimilisnotendum sem verið hafa í viðskiptum við okkur í a.m.k. 6 mánuði sérstakt tilboð á inntaksgjaldi ljósleiðara.

Það er ekki of seint fyrir alla þá sem vilja nýta sér tilboðið en eru ekki í viðskiptum núna að nýta sér það því að tilboðið mun einnig gilda þar sem framkvæmdir eru ekki enn hafnar. Því er um að gera að flytja nettengingu til til okkar til að geta nýtt sér tilboðið þegar þar að kemur.

Við höfum sett tilboðið inn í verðskrá okkar en inntaksgjald viðskiptavina verður 12.000,- kr. óháð gerð húseignar. Sjá nánar í verðskránni sem er hér.

Fyrir þá sem vilja kynna sér hvar ljósleiðarinn er kominn eða hvort er stutt í hann er hægt að skoða það á vefsjá Snerpu.

Snerpa flytur

$
0
0

Það er komið að því. Við erum byrjuð að pakka niður. Snerpa er að flytja.

Við lokum verslun okkar kl 12 á hádegi föstudaginn 1. mars og opnum í Mjallargötu 1 mánudaginn 4. mars kl 8:00. 

Búast má við einhverri röskun á þjónustu hjá okkur á skrifstofu og í verslun á meðan flutningum stendur en við vonum að þetta gangi allt mjög vel.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýja staðnum.

 

Viewing all 306 articles
Browse latest View live